successful website

Hvað er notendamiðuð hönnun?

 

Ux er oft notað sem stytting á UX design og stendur einfaldlega fyrir User experience design sem  á góðri íslensku myndi útleggjast sem notendamiðuð hönnun.

Notendamiðuð hönnun er nálgun við hönnun á vöru eða þjónustu þar sem markmið og þarfir notanda eru sett í forgang. Að baki hönnuninni liggur þannig oftar en ekki viðfangsmikil rannsóknarvinna á þörfum og markmiðum notenda. Notendamiðuð hönnun getur þar af leiðandi verið mjög gagnleg þegar kemur að því að skipuleggja og hanna vefi.

ux road
Myndin sýnir hvernig notendur hunsa hönnun þar sem þarfir þeirra hafa ekki verið teknar með í reikninginn.

Áhugi á hugtakinu UX hefur aukist á seinni árum en hugmyndafræðin er þó ekki ný. Hugtakið má rekja til fræðimannsins Donald Norman en í bók sinni “Design of everyday things” fjallar Norman meðal annars um að vel sé vel hægt að hanna hluti sem uppfylla þarfir notenda að öllu leyti þ.e. að þeir séu fallegir, nytsamir, ánægjulegir og virki vel. Til að það gangi eftir þarf að leggja vinnu í notendarannsóknir en þær eru að mati Norman undirstaða ánægjulegrar notendaupplifunar.

Hefur þú kannski lent í því að fara á vefsíðu með ákveðið markmið í huga en gefist upp á miðri leið? Tökum dæmi

man chef

Þetta er Guðjón. Hann er 46 ára bakari. 

Guðjón er fjölskyldumaður og er hamingjusamlega giftur tveggja barna faðir. Hann er rólyndismaður að eðlisfari. 

Það kom því Guðrúnu, konu hans, á óvart þegar hún heyrði óp innan úr einu herbergjanna þar sem Guðjón sat við tölvuna og var að reyna að panta varahlut í eina af hrærivélunum sem hann notar í vinnunni. 

Guðjón hafði ótal oft pantað varahluti í vélarnar sínar á netinu en aldrei á þeirri síðu sem hann var nú að reyna. Ástæðan var sú að hluturinn var ódýrari á nýju síðunni.. 

Guðjón reyndi að panta varahlutinn í þrígang áður en hann gafst upp; 

vefsíðan hlóðst ekki, allar upplýsingar um kaupanda þurrkuðust út í miðju ferlinu og að lokum fékk hann upp villumeldingu. 

ux man angry

Guðjón, sá rólyndismaður sem hann er, ákvað að þetta vesen væri ekki þess virði og endaði því á að snúa sér aftur til sama fyrirtækis og hann var vanur, tilbúinn að borga nokkrum krónum meira – fyrir minna vesen. 

Þetta var dæmi um neikvæða notendaupplifun á vef. Hvað fór úrskeiðis í þessu ferli? Og hvernig getum við bætt það?

 

7 Lykilþættir góðrar notendaupplifunar

Í vefverkefnum er gagnlegt að byrja á að fara yfir 7 lykilþætti góðrar notendaupplifunar. 

Nothæfur (useful)

“Er vefurinn eða varan nothæf? Hver er tilgangurinn?”

don norman teapot
Teketillinn sem sést á forsíðu bókar Don Normans er ekki mjög nothæfur.

Notendavænn (usable)

Er vefurinn notendavænn? Nær notandi að ljúka við þau verkefni sem hann lagði upp með?

Einfaldur (findable)

Nær notandi að finna það sem hann leitar að?

where is waldo
Notandi vefsins á ekki að þurfa að eyða löngum tíma í að finna það sem hann leitar að.

Trúverðug (credible)

Byggðu upp traust hjá notandanum með greinargóðu efni byggðu á rannsóknum eða góðum heimildum. Einnig er gott að muna að vefur þarf viðhald, fátt er verra en vefur með úreltar upplýsingar. Er opnunartíminn réttur? Er lagerstaðan rétt stillt?

Eftirsóknarverð (desirable)

“Er varan eftirsóknarverð? Það er lítil sala á vöru sem engan vantar eða langar í.”

weird product
Ætli það sé mikil sala á þessari vöru?

Aðgengileg (accessible)

Taktu tillit til allra notenda! Mikilvægt er að vefurinn sé aðgengilegur öllum. Fötlun er mjög margvísleg og getur bæði verið varanleg eða tímabundin. Gott er að huga að góðu vefaðgengi (e. Web accessibility) en það felur í sér að allir einstaklingar hafi jafnan aðgang að vefnum, hvort sem þeir séu með skerta hreyfigetu, sjón- eða heyrnaskerðingu svo dæmi sé tekið. Í raun og veru gagnast aðgengilegur vefur öllum!

web accessibility

Verðmæt (valuable)

Að lokum þarf vefurinn að hafa eitthvað virði, bæði fyrir fyrirtækið sem á vefinn og fyrir notandann. 

successful website

Góð vefhönnun þarf að byggja á notendarannsóknum,  en þær eru framkvæmdar með ýmsum verkfærum þarfagreiningar. Mikilvægt er að velja réttu verkfærin sem henta hverju verkefni fyrir sig. Þú myndir ekki reyna að negla nagla með sög, er það?

Við hjá Kóral sérhæfum okkur í að bæta notendaupplifun og sinna þarfagreiningum. Við þarfagreiningu er farið djúpt í hverjar þarfir notenda eru. Við setjum okkur í spor notandans og fáum að kynnast þörfum hans, markmiðum og væntingum. Niðurstöðurnar eru notaðar til að byggja upp nýjan, einfaldan og notendavænan vef.

Endum þetta á orðum Don Normanns: 

“Góð notendaupplifun trompar alltaf gott útlit.”

 

Heimildir

Texti byggður á grein sem birtist á vefsíðu Interaction design Foundation, The 7 Factors that Influence User Experience. Sótt af https://www.interaction-design.org/literature/article/the-7-factors-that-influence-user-experience

Don Norman. Design of everyday things (2013), Hægt að nálgast hér: http://www.nixdell.com/classes/HCI-and-Design-Spring-2017/The-Design-of-Everyday-Things-Revised-and-Expanded-Edition.pdf
Bókin var upprunalega gefin út árið 1988 undir titlinum The Psychology of Everyday Things

Aðgengi að upplýsingum. (02. apríl, 2019). Sótt af vefsíðu Öryrkjabandalag Íslands https://www.obi.is/is/moya/news/adgengi-ad-upplysingum

Leave a Reply

%d bloggers like this: