Hvað felst í þarfagreiningu fyrir vef?

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest

Þarfagreining fyrir vef

 

Þegar kemur að vefverkefnum er okkar tilfinning sú að meta þarf hvert og eitt verkefni út frá hvar þörfin liggur. Verkefnin geta því verið eins fjölbreytt og þau eru mörg.

rannsoknarvinna

Að baki hverju verkefni getur verið mikil vinna, bæði við að greina gögn og framkvæma notendarannsóknir (UX research). Það er þessi vinna sem skiptir gríðarlega miklu máli og er grunnurinn að notendavænum vef. 

Við upphaf verkefnis eigum við alltaf gott samtal við þann sem er í forsvari fyrir vefmál í sínu fyrirtæki/stofnun. Þannig náum við nokkurn veginn að átta okkur á hvað það er sem viðkomandi er að óska eftir. 

Hefðbundin þarfagreining felur í sér eftirfarandi þætti:

 • Viðtöl, bæði við starfsmenn og notendur
 • Vinnustofa þar sem markhópar eru greindir og lykilatriði vefsins gerð skil
 • Samkeppnisgreining eða samanburðargreining
 • Sérfræðimat
 • Flokkunaræfing (Card sorting)
 • Netkönnun
 • Notendaprófanir
 • Notendaferill (Journey mapping)
 • Uppsetning á veftré
 • Skissugerð (Wireframe)
 • Kröfulýsing

card sorting

Í framhaldinu er eftirfylgni sinnt þar sem stanslausar ítranir eru gerðar við smíði á nýjum vef í samstarfi við hönnuði og forritara. Oft eru prófanir gerðar á prótótýpum á þessu tímabili sé um stærri vefi að ræða.  

Ferlið í heild getur tekið frá nokkrum mánuðum upp í rúmlega ár eftir umfangi verkefnisins.

Fleiri greinar

Wordpress
Erla Dröfn Rúnarsdóttir

Afhverju WordPress?

Wordpress (WP) er vinsælasta vefumsjónarkerfið á internetinu í dag. Meira en 34% vefsíðna eru innan kerfisins sem þýðir að ein af hverjum þremur vefsíðum sem heimsóttar eru daglega eru Wordpress síður.

Lesa áfram »
%d bloggers like this: