Góð notendaupplifun trompar alltaf gott útlit, en eins og Don Normann segir í bók sinni, The Psychopathology of everyday things, þá er góð hönnun nytsamleg án þess að fórna stíl eða fagurleika. Áður en farið er út í að hanna nytsamlegan vef er nauðsynlegt að þekkja notendur vefsins og skilja þarfir þeirra.