Láttu vefinn vinna fyrir þig!

Við veitum óháða og faglega ráðgjöf í vefmálum fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum

Við bjóðum núna uppá stafrænni þjónustu

Ef að þessir fordæmalausu tímar hafa kennt okkur eitthvað þá er það að sjá tækifæri í stafrænum lausnum.

Við hjá Kóral höfum unnið hörðum höndum að því að færa okkar þjónustu yfir á rafrænt form og erum stolt að segja frá því að við bjóðum núna uppá ráðgjöf sem fer mestmegnis fram í gegn um netið. 

Nú getum við unnið saman á ykkar tíma þegar hentar ykkur best! Tímasparnaður og minna vesen – Hver er ekki til í það?

Við bjóðum uppá:

Ráðgjöf

Vantar þig utanaðkomandi og óháð álit?
Augu UX sérfræðings?
Við leggjum áherslu á einfaldleika, minnkum flækjustig og sjáum til þess að viðskiptavinur þinn rati um vefinn án vandræða.

Betra skipulag

Við aðstoðum þig að skipuleggja vefin, hanna betri flokkunarkerfi og valmyndir
Við sjáum til þess að viðskiptavinur þinn nái að ljúka þeim verkefnum sem hann lagði upp með – fljótt og örugglega!

Notendavæn hönnun

Við hjálpum þér að skara framúr á samkeppnisgrundvelli. Góð hönnun er byggð á rannsóknum og reynslu – og við aðstoðum þig þar.


Óska eftir tilboði

Viltu fræðast meira um notendamiðaða hönnun?

Hvað er UX?

Hvað stendur UX design fyrir? UX stendur fyrir user experience og hefur UX design fengið íslensku þýðinguna ‘notendamiðuð hönnun’.  Áður en farið er út í að hanna nytsamlegan vef er nauðsynlegt að þekkja notendur vefins og skilja þarfir þeirra.


Skoða fræðsluefni

Fréttir og greinar

Viðskiptavinir


Bókaðu fund með okkur

Við komum í heimsókn eða bókum fund á Google meet og í sameiningu förum við yfir þarfir ykkar og markmið. Í framhaldinu sendum við tilboð sem er sérsniðið að ykkar þörfum. Fyrsti fundur og tilboð eru án allra skuldbindinga og kosta ekkert.