þjónusta

Með því að nýta allar stafrænar lausnir sem eru í boði getur þitt fyrirtæki verið skrefi framar en samkeppnisaðilinn.

Í vefmálum er mikilvægt að hafa þarfir notandans í huga og gera lykilverkefnum góð skil. Við hjálpum þínu fyrirtæki að skara fram úr í þessum efnum.

 

Þarfagreining

Þarfagreining er uppskrift að nýjum vef!
Við þarfagreiningu er farið djúpt í hverjar þarfir notenda eru. Við setjum okkur í spor notandans og fáum að kynnast þörfum hans, markmiðum og væntingum. Niðurstöðurnar eru notaðar til að byggja upp nýjan, einfaldan og notendavænan vef.

?

Við bjóðum einnig upp á

Skrif fyrir vef

Talaðu sama tungumál og notandinn!
Texti getur verið skrifaður í margs konar tilgangi en ákveðinn stíll hentar betur fyrir vefi. Við hjálpum þér að skrifa texta sem er auðlesinn og eykur sýnileika þinn í leitarvélum.

Eftirfylgni

Við sjáum til þess að öll púslin falli á réttan stað að vefráðgjöf lokinni.
Sömuleiðis bjóðum við upp á ráðgjöf að vinnu lokinni ef þess er óskað.

Viðskiptavinir

Við leituðum leiðsagnar Kóral þegar uppfæra þurfti nýjan vef Skeljungs. Kóral aðstoðaði okkur í gegnum allt undirbúningsferlið og hjálpaði okkar að móta stefnu að vef sem mætir kröfum okkar helstu haghafa sem gerði allan eftirleik margfalt auðveldari.

Steinar Þór Ólafsson

MARKAÐSTJÓRI SKELJUNGS

Ég get hiklaust mælt með þjónustu Kóral. Vinna þeirra var afar fagleg og þær skiluðu af sér vandaðri vinnu sem við höfum nú þegar nýtt beint í aðgerðir til umbóta í þjónustu bæjarins.

Sigurjón Ólafsson

SVIÐSSTJÓRI ÞJÓNUSTU- OG ÞRÓUNARSVIÐS HAFNARFJARÐARBÆJAR

Við viljum vinna með þér!

Ekki hika við að senda okkur póst ef þú hefur einhverjar fyrirspurnir eða vangaveltur um þá þjónustu sem við bjóðum uppá.


Hafa samband

BÓKUM FUND

Við bókum fund með þér og förum yfir þau atriði sem þig vantar aðstoð með.

GERUM ÁÆTLUN

Við reiknum út hvað verkefnið mun taka langan tíma. Þú færð afhenda tíma- og kostnaðaráætlun.

HEFJUMST HANDA!

Eftir að áætlun hefur verið samþykkt getum við byrjað á verkefninu.